Stjórn og trúnaðarráð boðað til áríðandi fundar

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórn og trúnaðarmannaráð Stéttarfélags Vesturlands er boðað til áríðandi fundar miðvikudaginn 19. janúar kl. 20:00, í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2 a í Borgarnesi. Trúnaðarmenn á vinnustöðum eru einnig boðaðir til fundarins. Tilefnið er vísun samninganefndar SGS á kjaradeilu sambandsins við SA til ríkissáttasemjara. Einnig verður fjallað um samræmda launastefnu og hvað hún felur í sér.


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei