Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands verða haldnir þriðjudaginn 22. mars kl. 20.00
í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a.
Deildirnar eru: Iðnsveinadeild, Iðnaðar- mannvirkja- og stóriðjudeild, Matvæla – flutninga- og þjónustudeild, Deild verslunar- og skrifstofufólks og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum.
Dagskrá:
1. Fræðsluerindi –
Hvernig tekst maður á við mótlæti á jákvæðan og uppbyggilegan hátt? Elínborg Sturludóttir sóknarprestur í Stafholti.
2. Venjuleg aðalfundarstörf
3. Verkalýðsfélag Borgarness 80 ára –
Verkalýðsfélag Borgarness var stofnað 22. mars 1931, boðið verður upp á sérlega fína tertu í tilefni dagsins.
4. Önnur mál
Félagar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn.
Stéttarfélag Vesturlands