Aðalfundi félagsins frestað fram í maí.

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Til stóð að halda aðalfund Stéttarfélags Vesturlands 14. apríl, en ákveðið hefur verið að fresta honum fram í maí.  Ýmsir samverkandi þættir hafa orðið til þess að undirbúningur fundarins  gekk ekki nægilega vel.  Reikningar félagsins eiga að liggja fyrir a.m.k. viku fyrir fundinn og þegar að ljóst var að svo var ekki, þá var ekki um annað að ræða en fresta fundi og talið best að fresta honum fram yfir páska. Gera má ráð fyrir að fundurinn verði 5. eða 12. maí. Dagsetningin og dagskráin verður auglýst nánar síðar.
 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei