Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Aðalfundir deilda Stéttarfélags Vesturlands verða haldnir fimmtudaginn 29. mars kl. 20.00 í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a. Deildirnar eru: Iðnsveinadeild, Iðnaðar- mannvirkja- og stóriðjudeild, Matvæla – flutninga- og þjónustudeild, Deild verslunar- og skrifstofufólks og Deild starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum.
Dagskrá:  


1. Venjuleg aðalfundarstörf deildanna
2. Fræðsluerindi – Styrkjum starfsandann
Ásgeir Jónsson frá ráðgjafarfyrirtækinu Takmarkalaust líf ehf heldur fræðsluerindið að þessu sinni. Ásgeir stofnaði fyrirtækið vorið 2011. Markmið fyrirtækisins er að vera Íslendingum hvatning til að líta lífið jákvæðum augum og að hjálpa þeim að sjá að breytt viðhorf geta aukið lífsgæði og fært þeim meiri hamingju. Sjá nánar á www.takmarkalaustlif.is 
3. Önnur mál
Kaffi og kaka að loknum fundi.
Stéttarfélag Vesturlands 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei