Kjarasamningur undirritaður 21. desember

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélög á almennum vinnumarkaði undirrituðu kjarasamning við Samtök atvinnulífsins þann 21. desember sem er svokallaður aðfarasamningur. Samningurinn hefur það að markmiðið að auka kaupmátt, hækka lægstu laun umfram önnur laun, tryggja lága verðbólgu og undirbyggja stöðugleika. Aðilar skuldbinda sig jafnframt að hefja strax á nýju ári vinnu við langtímasamning. Hér er hægt að nálgast skjal þar sem reifuð eru helstu atriði samningsins.


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei