Félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands sem starfa skv. kjarasamningum SGS felldu samninginn í atkvæðagreiðslunni sem lauk í gær kl. 16:00. Félagsmenn í Iðnsveinadeild og deild verslunar og skrifstofufólks samþykktu kjarasamninga Samiðnar og LÍV.
Á kjörskrá hjá Stéttarfélagi Vesturlands voru 707 vegna atkvæðagreiðslu um kjarasamninga ASÍ og landssambanda þess við SA frá 21.des. 186 kusu eða 26,31 %.
Hjá Iðnsveinadeild voru 44 á kjörskrá, 9 kusu eða 20,45%, já sögðu 5 eða 55,56% nei sögðu 4 eða 44,44%
Hjá Deild verslunarmanna voru 139 á kjörskrá, 41 kaus eða 29,5%, já sögðu 23 eða 57,5%, nei sögðu 17 eða 42,5 % , einn seðill var auður.
Hjá þeim félagsmönnum sem tilheyra Starfsgreinasambandinu voru 524 á kjörskrá, 136 kusu eða 25,95%, já sögðu 56 eða 41,18%, nei sögðu 80 eða 58,82%.
Niðurstaðan er því sú að verslunarmenn og iðnaðarmenn í félaginu samþykktu samningana, en verkafólk hafnaði samningi Starfsgreinasambandsins.
Kynningarfundir voru í Borgarnesi 9. janúar, í Hvalfjarðarsveit 13. jan. og í Búðardal 14. janúar.
Póstatkvæðagreiðsla var viðhöfð, kjörgögn voru send út með kynningarefni þann 9. janúar og atkvæðagreiðslu lauk kl. 16:00 þann 21. janúar.