Kjörgögn hafa verið send út til þeirra félagsmanna sem vinna eftir kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífsins. Sá samningur var felldur í atkvæðagreiðslu og er nú verið að greiða atkvæði um tillögu ríkissáttasemjara til lausnar á deilunni. Hægt er að nálgast kynningu á sáttatillögunni hér og kynningu á samningnum hér. Kynningarfundur um samninginn verður nk. mánudag kl. 20:00 í fundarsal félagsins í Alþýðuhúsinu. Formaðurinn er tilbúinn að mæta á vinnustaði að kynna sáttatillöguna og samninginn sé þess óskað. Vinsamlega hafið samband við formanninn í síma 894 9804 eða á skrifstofu félagsins í síma 430 0430.
Einnig er hægt að senda póst á signy@stettvest.is.