Minnum starfsfólk Brákarhlíðar á atkvæðagreiðsluna

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nú stendur yfir póstatkvæðagreiðsla fyrir starfsmenn Brákarhlíðar um kjarasamning SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var 1. júlí sl.


Viljum við því minna á að atkvæði þurfa að berast skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands fyrir kl. 16:00, þann 28. júlí nk.


Atkvæði sem berast eftir þann tíma verða ekki talin, póststimpill gildir ekki.


Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stéttarfélagsins ef þörf er á frekari útskýringum á efni kjarasamningsins eða varðandi atkvæðagreiðsluna í s. 430 0430 eða í tölvupósti á stettvest@stettvest.is


 


Við hvetjum fólk eindregið til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og láta þar með álit sitt í ljós.


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei