Spurningakönnun fyrir félagsmenn

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands undirbýr nú kjaraviðræður vetrarins, þar sem samningar eru lausir 28. febrúar 2015. Til að kanna hug félagsmanna til kröfugerðar var ákveðið að leggja spurningakönnun fyrir félagsmenn. Til að svara könnuninni þarft þú að hlaða niður spurningakönnuninni hér, fylla hana út og senda Stéttarfélagi Vesturlands í pósti á Sæunnargötu 2a, 310 Borgarnes eða í tölvupósti á stettvest@stettvest.is.  Forsvarsmenn félagsins gera ráð fyrir því að kjaraviðræður á komandi vetri geti einkennst af mikilli hörku. Ekkert félag er sterkara en fólkið sem í því er og því er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa einhverja tilfinningu fyrir því hver baráttuvilji okkar fólks er.


Gott væri að skila blöðunum á skrifstofu stéttarfélagsins ekki seinna en 26. september. 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei