Kosning um vaktakerfi ekki á vegum Stéttarfélags Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

ATH! BREYTTAN FUNDARTÍMA Í BORGARNESI!!!


Félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands sem starfa á vöktum í Norðuráli á Grundartanga, hafa fengið bréf frá Verkalýðsfélagi Akraness og formanni þess. Í bréfinu eru m.a. kjörgögn vegna hugmynda formanns félagsins á Akranesi um breytingar á 12 stunda vaktakerfi yfir í 8 tíma kerfi með sama hætti og unnið er eftir í Elkem. Bréfinu fylgja útreikningar á mismun á vinnutíma og ýmsar upplýsingar sem eru að öllu leiti á ábyrgð félagsins á Akranesi. Ekkert samráð var haft við Stéttarfélag Vesturlands eða trúnaðarmann þess félags, þegar þessi gögn voru send út. Stéttarfélag Vesturlands biður þá félagsmenn sína afsökunar, sem urðu fyrir þessu áreiti og vonar að samskipti milli starfsmanna Norðuráls sem eru félagar í Stéttarfélagi Vesturlands verði jafn góð hér eftir sem hingað til.
Rétt er að geta þess að trúnaðarmaður félagsins Sigrún Reynisdóttir er að undirbúa fund með starfsmönnum sem greiða til Stéttarfélags Vesturlands, verður hann haldinn fimmtudaginn 16. október kl. 14:30 í Búrfelli. Annar fundur verður svo sama dag í Alþýðuhúsinu Borgarnesi kl. 20:15.


Kjarasamningur þeirra fimm stéttarfélaga sem semja við Norðurál á Grundartanga rennur út 31. desember nk. og því er nauðsynlegt að undirbúa kröfugerð vegna komandi viðræðna.Sigrún Reynisdóttir trúnaðarmaður
Signý Jóhannesdóttir formaður


Sigurþór Óskar Ágústsson varaformaður
 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei