Atkvæðagreiðsla er hafin um verkfallsaðgerðir

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Hafin er rafræn atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir félagsmanna Stéttarfélags Vesturlands sem tilheyra Starfsgreinasambandi Íslands. Hægt er að finna allar upplýsingar á vef SGS


Hverjir greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir SGS félaganna?
Stéttarfélag Vesturlands er blandað félag verkafólks, iðnaðarmanna og verslunar – og skrifstofufólks.
Það er verkafólkið á almenna markaðnum (ekki starfsmenn ríkis og sveitarfélaga) sem starfar eftir tveimur kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands og Stéttarfélag Vesturlands á aðild að. Í daglegu tali er talað um almenna samninginn og svo kjarasamning starfsfólks í  veitinga- og gististöðum og hliðstæðri starfsemi.
Samkvæmt iðgjaldaskilum í janúar 2015 telur félagið að 338 einstaklingar eigi að vera að fá kjörgögn Þessa dagana. Ef að einhverjir fá ekki kjörgögn í póstinum sem telja sig eiga atkvæðisrétt um verkfallsboðunina eru þeir hinir sömu beðnir að hafa tafarlaust samband við skrifstofuna. Þeir geta þá kært sig inn á kjörskrána ef rétt reynist að þeir  eigi atkvæðisrétt.
Það hefur sem sagt ekki verið boðað til verkfalla hjá iðnaðarmönnum og verslunar og skrifstofufólki, hvað sem síðar verður. Samningar við ríki og sveitarfélög eru í gildi til loka apríl og því engin átök í gangi þar. Ekki hefur heldur verið boðað til aðgerða gagnvart Bændasamtökunum en SGS er með samning við þau, vegna starfa á bændabýlum.
Samningurinn við Elkem á Grundartanga gildir til loka janúar 2017 og þessa dagana eru starfsmenn Norðuráls að greiða atkvæði um kjarasamning sem gildir til 31. desember 2019, verði hann samþykktur.
 
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei