Verkfallsverðir óskast!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Hverjir fara í verkfall?
Það er verkafólkið á almenna markaðnum sem starfar eftir tveimur kjarasamningum milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands, og Stéttarfélag Vesturlands á aðild að(ekki starfsmenn ríkisins eða sveitarfélaga, ekki verslunar- og skrifstofufólk og ekki iðnaðarmenn).


 


30. apríl 2015: Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag.
6. maí 2015: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).
7. maí 2015: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).
19. maí 2015: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).
20. maí 2015: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).
26. maí 2015: Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.
Atkvæðagreiðsla hófst kl. 8:00 þann 13. apríl og henni lýkur kl. 24:00 20. apríl
Verkfallsverðir eru beðnir að skrá sig hjá félaginu og koma og fá leiðbeiningar um hvernig störfum verkfallsvarða skal háttað og fá sérstök vesti sem auðkenna þá.


Verkfallsvakt verður á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands. 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei