Kynningarfundir vegna nýgerðra kjarasamninga

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands boðar til kynningarfunda vegna nýgerðra kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Um er að ræða félagsmenn í þeim deildum félagsins sem vinna eftir aðalkjarasamningi Stéttarfélags Vesturlands og samningi vegna veitinga- gististaða og hliðstæðrar starfsemi við Samtök atvinnulífsins. Einnig vegna þeirra félagsmanna sem starfa eftir samningum LÍV við SA.


 


Í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal fimmtudaginn 11. júní kl. 17:00


Í stjórnsýsluhúsinu í Hvalfjarðarsveit mánudaginn 15. júní kl. 17:00


Í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi mánudaginn 15. júní kl. 20:00


 


Forsvarsmenn félagsins eru tilbúnir að koma á vinnustaði og kynna samningana sé þess óskað, vinsamlega hafið samband við formann félagsins í síma 894-9804 eða í gegnum netfangið signy@stettvest.is


 


Kosið verður um aðalkjarasamninginn og samninginn vegna veitinga- og gististaðanna með póstatkvæðagreiðslu og hafa kjörgögn verið send út. Kosning um samning LÍV við SA verður rafræn.


 


Atkvæði verða talin eftir hádegi þann 22. júní og þurfa þau að hafa borist skrifstofu félagsins að Sæunnargötu 2a fyrir kl. 12:00 þann dag. Póststimpill gildir ekki og mælum við með að atkvæði verði póstlögð fyrir 17. júní.


 


Fái einhverjir félagsmenn sem telja sig eiga atkvæðisrétt, ekki send kjörgögn er þeim bent á að hafa samband við skrifstofuna í síma 430 0430, sem allra fyrst.


 


Hér er að finna kynningarefni um aðalkjarasamninginn og þjónustusamninginn.


 


Hér er að finna kynningarefni um samning LÍV við SA.


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei