Aðalfundur Stétt Vest verður þann 25. júní kl. 20:00

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands verður haldinn í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a, Borgarnesi fimmtudaginn 25. júní kl. 20:00.


Á dagskrá eru:


1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. félagslögum


2. Breytingar á lögum og reglugerðum


3. Siðareglur Stéttarfélags Vesturlands lagðar fram til staðfestingar


4. Önnur mál


 


Verður heppnin með þér í ár?


Þrír heppnir félagar úr hópi fundarmanna fá óvæntan glaðning


Glæsilegar veitingar


Félagar: Sýnum samstöðu, fjölmennum á aðalfundinn!


 


Stjórn Stéttarfélags Vesturlands


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei