Stéttarfélag Vesturlands á aðild að menntasjóðunum Landsmennt, Sveitamennt, Ríkismennt og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks og geta félagsmenn því átt rétt á menntastyrkjum úr þessum sjóðum eftir þeim reglugerðum sem gilda í hverjum sjóði fyrir sig.
Um þessar mundir eru að fara af stað allskyns skemmtileg námskeið m.a hjá Símenntunarmiðstöðinni sjá betur: www.simenntun.is auk þess eru margir að hefja nám á öllum skólastigum.
Stétt Vest hvetur félagsmenn sína til að kynna sér rétt sinn um styrk til náms eða námsskeiða, það getur borgað sig!