Það gilda kjarasamningar fyrir verkafólk í landbúnaði!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands fær nær daglega fyrirspurnir frá einstaklingum sem starfa á félagssvæðinu og eru að spyrjast fyrir um réttindi sín. Allt of oft kemur í ljós að engum iðgjöldum er skilað til félagsins af viðkomandi. Þegar farið er að grenslast eftir því hver ástæðan er, eru svörin á ýmsa vegu frá launagreiðendum: Hann/hún bað ekki um að greiða í stéttarfélag“, eða“Ég er að skila af öllu mínu fólki í VR“ síðan er vitnað í svokallað félagafrelsi “ Hann vill endilega greiða í Eflingu, er ekki félaga frelsi?


 


Sumir launagreiðendur eru í góðri trú að það sé ekkert rangt við það að skila ekki iðgjöldum af starfsfólki, aðrir eru vísvitandi að koma sér hjá því að greiða mótframlögin til félagsins eða eru jafnvel að greiða svört laun. Ástæðurnar geta einnig verið af enn verri toga.


 


Þessa dagana eru ýmsir launagreiðendur á félagssvæðinu að fá frá okkur bréf sem oftast er í því formi sem hér fer á eftir. Þetta er svona fyrsta aðvörun til þeirra um að koma málum sínum í lag.


 


Stéttarfélagi Vesturlands hefur haft spurnir af því að þú hafir með höndum starfsemi á félagssvæði stéttarfélagsins og hafir eða hafir haft, starfsmenn í vinnu sem taka eiga laun í samræmi við kjarasamninga félagsins. Engar skilagreinar hafa borist frá fyrirtæki þínu og því er þess krafist að látnar verði í té upplýsingar um fjölda starfsmanna og fjárhæð launa og upplýsingar um hvert félagsgjöld eru greidd.


            Krafa um þessar upplýsingar er sett fram með vísan til II. kafla laga nr. 80/1938 en það er bæði í valdi félagsins og skylda þess að krefjast ofangreindra upplýsinga til að gæta þess að laun og önnur starfskjör séu í fullnægjandi horfi með hliðsjón af gildandi kjarasamningi sbr. einnig 1. gr. laga nr. 55/1980. Jafnframt er vakin athygli á því að skylt er að greiða framlag til sjúkra- og orlofssjóðs, sem og í  viðeigandi starfsmenntasjóð og skylt að halda eftir af launum starfsmanns og skila félagsgjaldi til félagsins.     


 


Þess er vænst að við þessu bréfi verði brugðist innan tveggja vikna svo ekki komi til þess að áætla þurfi fjárhæðir ofangreindra gjalda og fela lögmanni félagsins þau til innheimtu.


 


Í yfirskrift fréttarinnar er vitnað í kjarasamninga fyrir verkafólk í landbúnaði, hér er slóð á hann


http://www.sgs.is/wp-content/uploads/2016/06/KjarasamningurSGS_BI_2016_vef.pdf

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei