Skipulögð vakt þarf að hafa upphafs- og endatíma!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Þegar unnið er á skipulögðum vöktum í ferðaþjónustunni þarf að tilgreina upphaf vaktar t.d. kl. 15:00 og síðan hvenær henni ljúki t.d.  kl. 23:00. Hafi vaktin ekki tilgreindan endatíma er hún ekki fyrirfram skipulögð. Þurfi að lengja skipulagða vakt vegna t.d. tilfallandi verkefna, þarf að greiða sérstaklega fyrir lenginguna, það getur verið yfirvinna á yfirvinnutíma eða dagvinna á dagvinnutíma. Sem dæmi: starfsmaður átti að ljúka vakt kl. 15:00 en er beðinn að vera til kl. 16:00 þá er greiddur auka dagvinnutími, hafi starfsmaður ekki fyllt vinnuskylduna 173.33.


Ef launagreiðandi getur ekki skipulagt vaktir þarf að greiða eftir klukkunni dagvinnu á dagvinnutíma og yfirvinnu á yfirvinnutíma.


Hér á eftir fara nokkur ákvæði sem þarf að hafa í huga.


 


Hvaða samningar gilda í ferðaþjónustunni?
Kjarasamningur SGS og SA vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gististöðum og hliðstæðri starfsemi er samningur um lágmarkskjör, lögbrot er að greiða lakar.
Að gefnu tilefni vill félagið benda félagsmönnum sem vinna á gististöðum og veitingahúsum á nokkur atriði:


 
• Þeir sem verða 16 og 17 ára á árinu eiga strax að fá greitt miðað við 16 og 17 ára taxta, en hjá 18 og eldri er miðað við afmælisdaginn.
• 22 ára lífaldur jafngildir starfsaldri eftir eitt ár.
•Vaktir skulu skipulagðar og kynntar með viku fyrirvara, meginreglan er að þær gildi fyrir 4 vikur í senn. Vaktir skulu hafa tilgreindan upphafs og  endatíma.                                              


• Þegar skipulögð vakt, lengist vegna ófyrirséðra atvika, skal greiða það sem er umfram skráða vakt, með dagvinnu- eða yfirvinnutaxta eftir því sem við á.
• Óheimilt er að greiða vaktaálag ef ekki ekki er unnið eftir fyrirfram skipulögðum vöktum, þá skal greiða dagvinnu á dagvinnutíma og yfirvinnu á yfirvinnutíma.                                             


• Ekki má greiða lægri launaflokk í vaktavinnu er  lf. 5. Í tímavinnu  má gr. samkvæmt lf. 2                                                                          
• Í vaktavinnu greiðist álag á þann hluta 40 stunda vinnuviku sem fellur utan dagvinnutímabils:



o 33% álag á tímabilinu kl. 17:00 – 00:00 mánudag til föstudaga                                                                                                    
o 45% álag á tímabilinu kl. 00:00 – 08:00 alla daga svo og laugardaga og sunnudaga.                                        


o 90% álag á stórhátíaðrdögum og vetrarfrí í samræmi við skil á dagvinnuskyldu


 


•Starfsmaður skal fá greitt fyrir skipulagða vakt til enda, þó honum sé boðið að fara heim vegna  verkefnaskorts.                                                                                                                   •


 


Ef ekki er unnið á skipulögðum vöktum, skal greiða dagvinnu á dagvinnutíma og yfirvinnu á yfirvinnutíma.
• Neysluhlé í vaktavinnu skulu vera sem svarar 5 mín. fyrir hvern unninn klukkutíma og skiptast eftir samkomulagi starfsmanna og stjórnanda.
• Óheimilt er að hafa orlof innifalið í launataxta.
• Jafnaðarkaup er ekki til í kjarasamningum.  
• Að lágmarki skal borga 4 klst. í útkalli.
• Skoðaðu vel og geymdu alla þína launaseðla.                                                                           


• Skrifaðu niður vinnutíma þinn ef þú hefur ekki aðgang að vaktatöflu, eða þú telur að tímaskrift sé röng.


Rétt er að benda á að í kjarasamningunum hefur verið samið um fyrirkomulag bakvakta. Félagsmenn eru hvattir til að hafa samband við skrifstofuna ef þeir telja að á sér sé brotið.


Nánari upplýsingar fást á skrifstofum félagsins, í síma  430 0430 . Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á stettvest@stettvest.is.


ATHUGIÐ! Öll mál sem koma til félagsins eru trúnaðarmál. Innheimtumál verða þó alltaf að vera í nafni starfsmanns.


 


Hægt er að finna kjarasamningin í heild sinni á vef SGS:


 


http://www.sgs.is/wp-content/uploads/2016/07/Grei%C3%B0aso%CC%88lusamningur-2015-SA-og-SGS-vefutgafa-juli-2016.pdf

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei