Bein útsending frá ráðstefnu 12.janúar

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Starfsgreinasamband Íslands boðar til ráðstefnu þann 12. janúar 2017 um lífsgæði og kjör starfsfólks í hlutastörfum og vaktavinnu. Sjónvarpað verður beint frá ráðstefnunni í gegnum facebook-síðu Starfsgreinasambandsins og eru félagar um allt land hvattir til að nýta sér tæknina.


Dagskrá
12:30 Setning.
12:40 Innlegg frá félagsmanni.
12:50 Kynning á niðurstöðum norrænnar rannsóknar um hlutastörf, tíðni þeirra og ástæður.
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði hjá Háskóla Íslands.
13:35 Tímabundin störf og heilsufar á Íslandi: Niðurstöður úr heilsukönnun Hagstofu Íslands.
Kolbeinn Hólmar Stefánsson, sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands.
14:20 Kaffihlé.
14:40 Innlegg frá félagsmanni.
14:50 Nýjustu rannsóknir á áhrifum streitu á heilsu og hver eru úrræðin!
Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og yfirmaður Streiturannsóknastofnunar Gautaborgar.
15:35 Leiðir til að líða betur í vaktavinnu.
Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
16:20 Samantekt á niðurstöðum og ráðstefnuslit.


 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei