Með Flóanum í Gallup könnun – niðurstöður 2016

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Það er hverju stéttarfélagi nauðsynlegt að vita með nokkurri vissu hver raunveruleg kjör félagsmanna eru á hverjum tíma. Eitt er að gera kjarasamninga sem  kveða á um lágmarkslaun, annað er að vita hvaða laun eru í raun greidd. Þegar stéttarfélag tekur við iðgjöldum af félagsmanni þá er hægt að sjá hverjar heildartekjur hans eru, en engar upplýsingar fylgja um vinnutímann sem að baki liggur. Kannanir þar sem rætt er við félagsmanninn og spurt um hver dagvinnulaunin eru og hver vinnutíminn er o.s.frv. gefa því mun gleggri mynd af því hver kjörin eru í raun. Við þekkjum öll að það er hægt að hafa góðar tekjur þó að grunnlaunin séu lág, bara með því að vinna langan vinnudag.


Stéttarfélag Vesturlands kom inn í Gallup könnun, sem félögin við Flóann hafa látið gera frá því um aldamótin. Félögin hafa látið skoðað ýmsa þætti kjaramálanna í árlegum könnunum. Félögin fjögur sem eiga þessa samvinnu  eru Efling, Hlíf, VSFK og Stétt Vest. Könnunin var gerð í október sl. og er ljóst að með þátttöku Stétt Vest breikkaði það  svið sem viðhorfskönnunin náði til þar sem Stéttarfélag Vesturlands nær til annarra starfsgreina en félögin á Stór-Reykjavíkursvæðinu og má þar nefna bæði ferðaþjónustu á landsbyggðinni og landbúnaðarstörf.


Stéttarfélag Vesturlands hefur ekki tekið þátt í kjara og viðhorfskönnun fyrir almenna félagsmenn í rúm 10 ár. Síðast var það gert með Starfsgreinasambandi Íslands og þá var úrtakið svo lítið að mjög erfitt var að nýta sér upplýsingarnar. Þegar félagið steig það skref vorið 2015 að hefja samstarf við Flóann um gerð kjarasamninga þá kom strax upp sú hugmynd að félagið tæki þátt í næstu kjarakönnun Flóans.


 


Niðurstöður úr könnuninni fyrir Stéttarfélag Vesturlands má sjá hér
og heildarniðurstöður úr allri könnuninni má nálgast hér.


 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei