Ingibjörg Ósk kjörin nýr varaforseti ASÍ

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir


Ingibjörg Ósk Birgisdóttir var í dag einróma kjörin nýr varaforseti Alþýðusambands Íslands á fundi miðstjórnar sambandsins. Hún tekur sæti Ólafíu B. Rafnsdóttur fyrrverandi formanns VR sem sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir verkalýðshreyfingarinnar fyrr í mánuðinum. Ingibjörg Ósk hefur setið í stjórn VR undanfarin 7 ár og í miðstjórn ASÍ frá árinu 2011.


 


Varaforsetar ASÍ eru tveir, hinn er Sigurður Bessason formaður Eflingar.


 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei