Sumarið 2017 býður Stéttarfélag Vesturlands félagsmönnum sínum uppá að kaupa Útilegukortið – fullt verð fyrir kortið er 18.900.- en verð til félagsmanna okkar er aðeins 10.000.-.
Kortið veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á 42 tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins 28 gistinætur á hverju starfsári þess. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hverst tjaldsvæði innan gistináttanna 28 en einungis má gista 4 nætur samfellt í hvert skipti.
Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagana, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.
Korthafa verða að framvísa kortinu fyrir hverja nótt sem gist er á tjaldstæðinu og þá er ein gistinótt strikuð út hverju sinni.
Útilegukortið er í gildi eins lengi og tjaldsvæðin eru opin.
ATH gistináttaskattur er ekki innifalinn í Útilegukortinu.
Frekari upplýsingar um kortið má finna hér