Með Flóanum í Gallup könnun – niðurstöður 2017

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Það er hverju stéttarfélagi nauðsynlegt að vita með nokkurri vissu hver raunveruleg kjör félagsmanna eru á hverjum tíma. Eitt er að gera kjarasamninga sem  kveða á um lágmarkslaun, annað er að vita hvaða laun eru í raun greidd. Þegar stéttarfélag tekur við iðgjöldum af félagsmanni þá er hægt að sjá hverjar heildartekjur hans eru, en engar upplýsingar fylgja um vinnutímann sem að baki liggur. Kannanir þar sem rætt er við félagsmanninn og spurt um hver dagvinnulaunin eru og hver vinnutíminn er o.s.frv. gefa því mun gleggri mynd af því hver kjörin eru í raun. Við þekkjum öll að það er hægt að hafa góðar tekjur þó að grunnlaunin séu lág, bara með því að vinna langan vinnudag.


Þetta er í annað sinn sem Stéttarfélag Vesturlands tekur þátt í Gallup könnun með félögunum við Flóann og með því að taka reglulega þátt eykur það þekkingu á stöðu félagsmanna.


 


Félögin fjögur sem eiga þessa samvinnu  eru Efling, Hlíf, VSFK og Stétt Vest. Könnunin var gerð í október sl.


 


Niðurstöður úr könnuninni fyrir Stéttarfélag Vesturlands má sjá hér. 
og heildarniðurstöður úr allri könnuninni má nálgast hér.


 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei