Stéttarfélagi Vesturlands vantar starfsmann, sem hefði það hlutverk að heimsækja vinnustaði og fylgja eftir samkomulagi aðila vinnumarkaðarins um vinnustaðaskírteini, ásamt því að gæta þess að réttindi fólks á vinnumakaði séu ekki brotin. Starfsmaðurinn þyrfti að geta hafið störf í maí.
Helstu verkefni:
· Vinnustaðaeftirlit og heimsóknir á vinnustaði á félagssvæðinu.
· Upplýsingagjöf um réttindi á vinnumarkaði
· Samskipti við opinbera aðila sem tengjast vinnumarkaðnum.
· Skráning og úrvinnsla gagna og eftirfylgni
Hæfni:
Góða almenn undirstöðumenntun, gott vald á íslensku og ensku, sjálfstæði í vinnubrögðum, lipurð í samskiptum, þekking á lögum um vinnumarkaðinn og á kjarasamningum er kostur sem og þekking á DK bókhalds og félagakerfi. Kunnátta á töflureikni er mjög æskileg.
Nánari upplýsingar veita formaður félagsins, netfang: signy@stettvest.is og skrifstofustjóri, netfang: silja@stettvest.is. Síminn er 430 0430 eða 894-9804 hjá formanni.
Umsóknum sé skilað fyrir miðvikudaginn 21. mars. á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands, Sæunnargötu 2 a, 310 Borgarnes.