Opnað fyrir sumarúthlutun 15.mars kl 8:00

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Orlofshús 2018


 


 


Við munum opna fyrir umsóknir 15. mars og úthluta 18. apríl. Allar umsóknir þurfa að fara í gegnum orlofsvefinn sem er hægt að nálgast hér


 


Leiðbeiningar má finna hér


 


Ef einhverjir félagsmenn treysta sér ekki eða hafa ekki tök á að nota vefinn, geta þeir haft samband við skrifstofuna og fengið aðstoð við að ganga frá umsókn, ekki verður hægt að sækja um á pappír.


 


Áfram bjóðum við tvö hús í Húsafelli,  Kiðárskógur 1 og Kiðárskógur 10, eitt hús í Ölfusborgum og íbúð á Akureyri við Ásatún 26.


 


Athugið einnig verður opnað fyrir íbúðina í Ásholti 2 í Reykjavík á sama tíma  fyrir maí, júní, júlí og ágúst – en þar gildir eins og áður, fyrstur kemur fyrstur fær.


 


Breytingar á verðskrá frá og með 1.júní nk.


Kiðárskógur 1 og Ölfusborgir             22.000.- kr. vikan


Kiðárskógur 10 og Ásatún 26             28.000.- kr. vikan


Ásholt 2 Reykjavík                            28.000.- kr. vikan


                                                      18.000.- kr. helgi


                                                        7000.-    kr. nóttin


Athugið yfir sumartímann dragast einnig punktar af félagsmanni fyrir öll orlofshús, mismargir eftir tímabilum.  Í Reykjavík er punktafrádráttur fyrir vinsælar helgar.


 


 


Punktakerfi okkar skilar félagsmanni sem greitt hefur í félagið í einn mánuð, einum punkti. Frá félagsmanni sem  leigir sumartímann frá 22. júní til 17. ágúst, dragast 36 punktar og vegna tímans frá 1. júní til 22. júní og vegna tímabilsins 17. ágúst til 31. ágúst dragast 24 punktar frá punktaeign.


Frá 1. júní verður einnig tekin upp punktafrádráttur vegna vinsælla helga í íbúðinni okkar í Reykjavík sem og  vegna jóla, áramóta og páska. 12 punktar vegna helgar og 18 punktar vegna viku. Punktafrádráttur vegna hátíða verður hér eftir í öllum orlofsúsum og báðum íbúðunum.


 


Ef félagsmaður leigir eftir að úthlutun hefur farið fram, dragast frá 24 punktar.


 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei