Vinnutími lengist og álag eykst!

admin Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands lét  nú í þriðja sinn gera Gallup könnun meðal félagsmanna um laun og viðhorf þeirra. Félögin þrjú sem voru í  samvinnu að þessu sinni eru Hlíf í Hafnarfirði, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Stétt Vest.

Könnunin var gerð frá því í ágúst og fram í nóvember sl. Félögin láta skoða ýmsa þætti kjaramálanna í árlegum könnunum. Fram að þessu hefur Efling stéttarfélag verið burðarásinn í þessum könnunum sem Flóabandalagið lét gera í nær tuttugu ár. Ný forysta Eflingar ákvað að láta gera sér könnun fyrir sína félagsmenn.

Fróðlegt er fyrir okkur hjá Stéttarfélagi Vesturlands að sjá núna breytingar milli ára.

Vinnutími okkar fólks í fullu starfi er enn lengri en hjá hinum félögunum og lengdist milli ára 2017 og 2018. Bæði dagvinnulaun og heildarlaun okkar fólks eru hærri en hjá hinum félögunum eins og undanfarin ár. Þetta árið erum við með verslunar og skrifstofufólk ásamt iðnaðarmönnum með í könnuninni, en starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga var sleppt.

Félagsmenn hjá Stétt Vest vinna að meðaltali 49,8 tíma á viku í ágúst 2018, en vinnutíminn var 48,4 tíma 2017 en var 50,2 tímar 2016.

Meðalalaun okkar fólks fyrir dagvinnu voru rétt tæp 460 þús í ágúst sl. og heildarlaunin voru rúm 557 þús. Hækkun milli ára var 8% en Hagstofan mældi 6% hækkun. Þegar þetta er skoðað verðum við að taka tillit til annarrar samsetningar hópsins nú.

Heildarniðurstöður könnunarinnar má finna hér

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei