Atvinnuleysi á Vesturlandi um 6% um mánaðamótin

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun, er atvinnuleysi í lok febrúar um 6% á Vesturlandi. Á höfuðborgarsvæðinu er það 8,5% en tæp 14% á Suðurnesjum. Atvinnuleysi á Suðurlandi er um 7% og rúm 9% á Norðurlandi eystra. Annars staðar á landinu er það minna. Við dagslok í dag voru atvinnulausir alls 540 á Vesturlandi, þar af 313 karlar og 227 konur. Verulega hefur hægt á fjölgun atvinnulausra á landinu síðustu 2 vikurnar og aukningin sl. mánudag, fyrsta dag marsmánaðar, er mun minni en á upphafsdegi síðustu 3ja mánaða. Þannig hafa bæst við milli 150 og 200 manns á atvinnuleysisskrá í dag, en fyrsta virka dag febrúar bættust við um 400 manns.


 


Þetta er í samræmi við upplýsingar um tilkynntar hópuppsagnir og hvenær þær áttu að koma til framkvæmda. Þannig er gert ráð fyrir að um 500 slíkar uppsagnir að koma til framkvæmda nú í byrjun mars samanborið við 1.100 í byrjun febrúar og 1.000 í byrjun janúar. Því má gera ráð fyrir allt að helmings fækkun nýskráninga í mars samanborið við síðustu 2-3 mánuði. 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei