Nýung hjá Stéttarfélagi Vesturlands
Nú verða allar styrkumsóknir í menntasjóði og allar umsóknir nema sjúkradagpeningar í sjúkrasjóði afgreiddar annan hvern föstudag.
Við byrjum á að greiða út 13.september nk. síðan 27.september og svo koll af kolli. Til þess að fá afgreitt þarf að hafa skilað öllum gögnum í síðasta lagi miðvikudag fyrir afgreiðsludag.
Sjúkradagpeningar verða áfram afgreiddir síðasta virkan dag í mánuði.
Við vonum að þessi breyting komi til með að nýtast félagsmönnum okkar vel