Nú er haustið komið til okkar með allri sinni litadýrð og fegurð og styttist í fyrsta vetrardag. Daginn er farið að stytta verulega með auknu myrkri og fyrstu næturfrostin hafa haldið innreið sína til okkar hér á Vesturlandi. Stéttarfélag Vesturlands vill leggja sitt af mörkum til að tryggja að við komum öll heil heim og ferðumst örugg til okkar starfa í haustmyrkrinu. Því hefur félagið látið gera rúðusköfur og endurskinsmerki til að auka öryggi í umferðinni.
Hvetjum því félagsmenn að gera sig klára fyrir veturinn og koma við á skrifstofu félagsins, Sæunnargötu 2a í Borgarnesi, næla sér í rúðusköfu og endurskinsmerki til að hengja á sig eða á þau sem þá þykir vænt um. Auk þess er upplagt að fá sér Buff í leiðinni til að nota í útivistina í fallega haustveðrinu sem leikur við okkur þessa dagana.