Endurskoðun launa félagsliða hjá sveitarfélögum

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Endurskoðun launa Félagsliða og starfsólks við veitur hjá sveitarfélögum er lokið og gildir hækkun launa afturvirkt frá 1. janúar 2024. Laun félagsliða hækka mismunandi mikið eftir starfssviði og þá kemur inn nýtt starf sem heitir Félagsliði á heimili fyrir fatlað fólk (þyngri þjónusta) sem raðast í launaflokk 141. Þá er umtalsverð breyting hjá félagsliðum á hjúkrunar og dvalarheimilum sem fara úr launaflokki 126 í launaflokk 140.

Gert er ráð fyrir að leiðréttingar komi til útgborgunar 1. maí og er félagsfólk í Stétt Vest hvatt til að fylgjast vel með hvort hækkun skilar sér með réttum hætti.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei