Félagar í Iðnsveinadeild samþykktu samninginn

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Aðildarfélög Samiðnar samþykktu í atkvæðagreiðslum kjarasamninga Samiðnar fh. aðildarfélaga við Samtök atvinnulífsins, Bílgreinasambandið, Félag pípulagningameistara og Samband garðyrkjubænda.  Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði felldi samninginn við Samtök atvinnulífsins.

Niðurstaða Stéttarfélags Vesturlands var eftirfarandi
Á kjörskrá voru 41, atkvæði greiddu 12 eða 29,27%
Já sögðu 9 eða 75%
Nei sögðu 2 eða 16,7%
Tek ekki afstöðu 1 eða 8,3%
Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei