Félagsmannasjóður

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

1.september munum við greiða aftur út félagsmannasjóði til þeirra sem gleymdu að sækja um í febrúar.

Allir félagsmenn sem störfuðu hjá sveitarfélagi á tímabilinu frá 1. febrúar 2021 til 31. desember 2022 áttu að fá greitt úr félagsmannasjóði 1. febrúar Sjóðurinn  er 1,5% af heildarlaunum. Félagsmannasjóður vegna 2023 verður greiddur út 1.febrúar 2024

Til að hægt sé að tryggja að greiðsla úr sjóðnum berist þarf að senda reikningsupplýsingar og kennitölu á stettvest@stettvest.is 

Þeir sem fengu greitt í fyrra þurfa ekki að fylla út aftur.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei