Félagsmannasjóður

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Allir félagsmenn sem störfuðu hjá sveitarfélagi eða hjá stofnunum sem greiða eftir kjarasamningi SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga á árinu 2024 eiga rétt á greiðslu úr Félagsmannasjóði þann 1. febrúar nk. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum einstaklings. Mikilvægt er að félagsmenn tryggi að réttar bankaupplýsingar liggi fyrir inn á Mínum síðum ásamt netfangi til að öruggt sé að greiðslan berist þeim. Viljum við sérstaklega hvetja félagsmenn sem störfuðu hjá Borgarbyggð eða Brákarhlíð á síðasta ári að fara yfir sínar bankaupplýsingar.

Allar upplýsingar félagsmannsins birtast á persónublaði inn á Mínum síðum, sjá mynd hér að neðan. Hægt er að klikka á reitin þar sem upplýsingar vantar eða þar sem þarf að uppfæra upplýsingar og býður þá reiturinn upp á breytingar. Hvetjum við öll til að fara yfir sínar upplýsingar og ganga úr skugga um að þær séu réttar. Ef félagsmenn lenda í vandræðum má alltaf hafa samband við skrifstofu félagsins.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei