Ferðumst innanlands í sumar!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nú bætum við í kostinn  “gisting á eigin vegum”. Við greiðum 50% á móti félagsmanni að hámarki kr. 7.000 á nótt og í heildina að hámarki kr. 50.000 á ári.

Við gerum kröfu um að félagsmaðurinn sé skráður fyrir gistingunni og framvísað sé löglegum reikningi til okkar. Þetta gildir  líka vegna gistingar á hjólum t.d. ef leigt er hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagn.

Sama krafan – viðskiptahættir löglegir og reikningur á nafni félagsmanns.

———————–

Í dag var einnig úthlutað í bústaðina okkar í sumar en það voru 42 umsóknir sem bárust og 28 sem fengu úthlutað. Þeir hafa svo til og með 20.maí til að ganga frá greiðslu á meðan geta þeir sem sóttu um en fengu ekki, leigt það sem er laust – eftir það verður opnað alveg og fyrstur kemur fyrstur fær tekur gildi

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei