Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir nýjan kjarasamning í apríl 2019 vegna starfa á almennum vinnumarkaði. Sá samningur er löngum nefndur Lífskjarasamningurinn og gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022.
Uppfærsla kjarasamninga getur verið tímafrek nákvæmnisvinna og hefur útgáfa samningsins því miður dregist alltof lengi. Nú er vefútgáfa heildarkjarasamningsins hins vegar tilbúin og aðgengileg á vef SGS.
Samningurinn verður einnig gefinn út í takmörkuðu upplagi á prenti og verður hægt að nálgast þá útgáfu hjá einstökum aðildarfélögum SGS þegar þar að kemur.