Jólamolar

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagar

Um leið og við óskum ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári langar okkur að segja ykkur smá fréttir af félaginu okkar 🙂

  • Í desember styrktum við jólaaðstoð í nærsamfélaginu okkar um 1.200.000.- og vonum við að þeir peningar komi sér til skila á góða staði sem þurfa á þeim að halda
  • Orlofshúið okkar í Ölfusborgum og íbúðin í Reykjavík er enþá í leigu til fjölskyldna frá Grindavík þar sem þær una sér meðan þær bíða eftir að komast heim aftur sem við vonum þeirra vegna að verði sem fyrst
  • Kiðárskógur 10 er búinn að vera í mikilli yfirhalningu sl. mánuði og allt útlit fyrir að bústaðurinn verði klár í febrúar. Hann verður stórglæsilegur og við hlökkum mikið til að leyfa ykkur að sjá
  • Kjarasamningsvinna er komin á fullt eins og sjá má hér https://www.sgs.is/frettir/frettir/staerstu-stettarfelog-og-landssambond-a-almennum-vinnumarkadi-taka-hondum-saman-um-nyja-thjodarsatt/
  • Um áramót erum við að fara inn í nýtt félagakerfi sem heitir Total  þá verður hægt að sækja um allt á „mínum síðum“ bæði styrki og orlofshús – við hlökkum mikið til að sýna ykkur þetta og hvetjum við ykkur til að fylgjast vel með í janúar
  • 29.desember verður síðasti greiðsludagur styrkja á árinu umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl 14:00 þann 28.des. nk.

Við minnum á að skrifstofan okkar verður lokuð 27.desember nk. en annars er hefðbundinn opnunartími. 2.janúar opnar skrifstofan kl 10:00.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei