Þann 18. maí undirituðu fimm stéttarfélög kjarasamning við Elkem Ísland. Þetta eru Stéttarfélag Vesturlands, Fit, RSÍ, VR og VLFA.
Samningurinn gildir frá 1. janúar 2021 og til 31.12.2022, en getur verið framlengdur allt til ársloka 2024.
Samningurinn felur í sér launahækkun 1. jan. 21 um 5,8% og aftur 5,8% 1. jan. 22. Samið er um endurskoðun á bónuskerfum og getur frammistöðuhlutinn orðið allt að 13%.
Desember og orlofsuppbætur hækka og ávinnsla breytist í einhverjum tilvikum.
Samningnum fylgja svo nokkrar bókanir um framkvæmd samningsins.
Samningurinn verður kynntur á næstu dögum og verður atkvæðagreiðsla um hann rafræn og hefur aðaltrúnaðarmaður umsjón með henni.
Hægt er að lesa samninginn hér