Kjarasamningur við Elkem Ísland felldur í kosningu

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nýr kjarasamningur Stéttarfélags Vesturlands og fleiri félaga við Elkem Ísland var felldur í atkvæðagreiðslu sem lauk í hádeginu í dag. Á kjörskrá voru 151 og var kjörsókn 77,48%. Voru úrslit sem hér segir:

Nei sögðu 68 eða 58,12%

 sögðu 45 eða 38,46%

Þeir sem ekki tóku afstöðu voru 4 eða 3,42%

Unnið er að því að ákvarða næstu skref. Mikilvægt er að greina í hverju óánægjan er fólgin og athuga hvort möguleiki verði á að leysa þau atriði sem starfsmenn telja að útaf standi án átaka. Félagið mun auglýsa dagsetningu þegar hún liggur fyrir.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei