Kynningarfundir

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kynningarfundir vegna kjarasamnings Stéttarfélags Vesturlands við Samtök sveitarfélaga sem undirritaður var 16. janúar.

Samningurinn nær til þeirra félagsmanna í Stéttarfélagi Vesturlands sem starfa hjá Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppi og Dalabyggð, sem og til þeirra félagsmanna sem starfa á Brákarhlíð.

Fundirnir verða sem hér segir:

Í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi þriðjudaginn 28. jan. kl. 17:00

Í samkomusalnum í Brákarhlíð miðvikudaginn 29. jan. kl. 15:00

Á öðrum stöðum á félagssvæðinu eftir óskum félagsmanna og í samráði við þá. Forsvarsmenn félagsins eru tilbúnir að koma á og kynna  samningana sé þess óskað, vinsamlega hafið samband við formann félagsins í síma 894-9804 eða í gegnum netfangið signy@stettvest.is

Atkvæðagreiðsla um samninginn verður rafræn og hefst 3. febrúar og henni lýkur sunnudaginn 9. feb.

Þeir félagsmenn sem voru á launaskrá hjá viðkomandi sveitarfélögum/launagreiðendum í október sl. eiga að fá senda kynningu í almennum pósti. Fái félagsmenn ekki kynningargögn, er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 430 0430 sem allra fyrst og eftir atvikum kæra sig inn á kjörskrána, hafi þeir t.d. hafið störf eftir október.

Hægt er að finna upplýsingar um samninginn hér

Hér er hægt að hlusta á viðtal við Flosa formann SGS um samninginn

Stjórn Stéttarfélags Vesturlands

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei