Opnað var fyrir pantanir á orlofskostum félagsins þann 1. apríl sl. Bókanir hafa farið mjög vel af stað og eru aðeins örfáar vikur eftir lausar. Allar eignir eru með vikuleigu nema íbúðin við Ásholt í Reykjavík.
Í Grýluhrauni, sem er skiptibústaður félagsins í ár, staðsettur við Kerið á Suðurlandi eru eftirfarandi vikur lausar:
5. – 12. júní
12. – 19. júní
19. – 26. júní
24. – 31. júlí
21. – 28. ágúst
Í íbúð félagsins í Ásatúni á Akureyri eru eftirfarandi vikur lausar:
28. maí – 4. júní
11. – 18. júní
18. – 25. júní
20. – 27. ágúst
Í húsi félagsins í Kiðarskógi 1 í Húsafelli eru eftirfarandi vikur lausar:
12. – 19. júní
14. – 20. ágúst
Fyrirkomulagið í ár er fyrstur kemur fyrstur fær svo við hvetjum félagsfólk til að panta fyrr en seinna þær örfáu vikur sem eftir eru. Pantanir fara fram í gegnum Mínar síður. Starfsfólk félagsins er svo til aðstoðar á opnunartímum skrifstofu ef þarf.