Nútíma kvennabarátta – ráðstefna í Hörpu

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði.

Er yfirskrift málþings sem haldið er í tilefni kvennaárs í Hörpu næst komandi föstudag. Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að varpa sérstöku ljósi á hinar fjölmörgu áskoranir sem mæta konum af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði og í samfélaginu.  Þær festast gjarnan í láglaunastörfum, eiga erfitt með að fá hæfni og menntun sína viðurkennda og eiga síður bakland hér í landi. Í ræðu Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur, verkakonu og verkalýðsforingja, 24. október 1975, sagði hún kvennabaráttuna snúa að þeim sem hafi lægstu kjörin, minnsta baklandið og versta aðbúnaðinn. Með það í huga ætlum við nú að beina sjónum okkar að verkakonum nútímans, sem svo margar koma úr röðum innflytjenda og sinna mikilvægustu störfunum í samfélaginu.

Málþingið fer fram 24. október klukkan 10:00 -14:00 í Kaldalóni í Hörpu.

Skráning á viðburð

Túlkaþjónusta frá íslensku yfir á ensku verður í boði. Ath! English interpretation available

DAGSKRÁ

10:00 – Ráðstefnustýra opnar málþing. Vanessa Isenmann, verkefnastjóri hjá Mími

10:05 – Opnunarræða. Finnbjörn A. Hermannson, forseti ASÍ

Þema 1 – Láglaunakonur og vanmat kvennastarfa 

10:20 – Bozena Raczkowska, deildarstjóri á leikskóla

10:30 – Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar

10:45 – Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ, stjórnar pallborði

Pallborð: Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju, Bozena Raczkowska og Gundega Jaunlinina, varaformaður Hlífar

Þema 2 – Viðurkenning á hæfni og menntun  aðgengi að íslenskukennslu 

11:15 – Agnes Olejarz, starfsmaður kjaramálasviðs hjá Fagfélögunum

11:25 – Jakob Tryggvason, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ)

11:35 – Haukur Harðarsson, teymisstjóri hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

11:45 – Hulda Anna Arnljótsdóttir, sérfræðingur og fulltrúi mennta- og barnamálaráðuneytis

11:55 – Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir, sviðsstjóri fræðslusviðs, stjórnar pallborði

Pallborð: Hulda Anna Arnljótsdóttir, Haukur Harðarsson, Jakob Tryggvason og Agnes Olejarz 

12:15 Léttur hádegismatur 

12:45 Uppbrot – Vendipunktar: Aðfluttar kvenraddir // Turning Points: Immigrant Women’s Voices

Sarah Woods and Emily Lethbridge (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum // Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies)

Þema 3 – Samfélag  sameiginleg ábyrgð og framtíð

13:00 – Agnieszka Szczodrowska, þjónustufulltrúi Framsýnar

13:10 – Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og inngildingu  hjá ASÍ

13:25 – Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, stjórnar pallborði

Pallborð: Hanna Katrín Friðriðsson, atvinnuvegaráðherra, Halla Gunnarsdóttir, formaður VR og Christin Irma Schröder, deildarstjóri hjá PCC, Húsavík 

13:55

Samantekt ráðstefnustýru um helstu umræðupunkta sem vert er að byggja á í framhaldinu. Málþingi slitið

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei