Ný forysta í brúnni

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Á aðalfundi Stéttarfélags Vesturlands sem haldinn var í Alýðuhúsinu þann 26.aprí 2023 voru gerðar breytingar á stjórn félagsins.

Signý Jóhannesdóttir lét af formennsku eftir 15 ár í starfi en í heildina hefur Signý starfað á þessum vettvangi í yfir 40 ár. Baldur Jónsson ritari félagsins gaf heldur ekki kost á sér áfram og fer hann því úr stjórn eftir setu þar síðan í kringum 1975. Eru þeim færðar kærar þakkir fyrir óeigingjörn störf í þágu verkafólks. Jónína G. Heiðarsdóttir fer einnig úr stjórn sem meðstjórnandi en fer yfir í að vera formaður deildar DRS en með því kemur hún til með að vera áfram í aðalstjórn félagsins.

Þeir sem taka við af þeim eru Silja Eyrún Steingrímsdóttir sem formaður en hún hefur starfað hjá félaginu sem skrifstofustjóri sl. 8 ár. Einar Reynisson sem var formaður deildar IMS kemur inn sem ritari og við formannstöðu hans tekur Guðmundur Bek sem kemur þá einnig inn í aðalstjórn. Í stað Jónínu kemur Elín Ósk Sigurðardóttir sem meðstjórnandi en hún var áður í stjórn sem formaður deildar DRS.

Guðmundur Bek og Elín Ósk hafa undanfarin ár verið virk í starfi ASÍ ung og þekkja því vel til starfsemi verkalýðshreyfingarinnar.

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei