Nýr kjarasamningur SGS og Bændasamtaka Íslands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Í gær undirritaði Starfsgreinasamband Íslands fyrir hönd aðildarfélaga sinna nýjan kjarasamning við Bændasamtök Íslands um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Auk þess falla ráðskonur/matráðar á bændabýlum undir samninginn. Samningurinn nær almennt ekki til þeirra starfsmanna sem starfa við ferðaþjónustu, þar gildir ferðaþjónustusamningur SGS og SA. Starfsmenn sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl geta fallið undir gildissvið samningsins ef það er samþykkt af hálfu viðkomandi stéttarfélags.

Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028, eða til fjögurra ára og hefur sömu samningsforsendur og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði sem undirritaðir voru 7. mars sl. Kauptaxtar taka sömu hækkunum og urðu í kjarasamningi á almennum vinnumarkaði og desember- og orlofsuppbætur hækka að sama skapi. Hámarksfrádráttur vegna fæðis og húsnæðis hækkar og verður nú 2.967 kr. á dag eða 89.021 kr. á mánuði. Í lok samningstímans verður þessi fjárhæð 98.700 kr. á mánuði.

Samninginn í heild sinni er að finna hér.

Örvar Þór Ólafsson frkvstj. BÍ og Björg Bjarnadóttir frkvstj. SGS undirrita nýjan kjarasamning

Örvar Þór Ólafsson starfandi frkvstj. BÍ og Björg Bjarnadóttir frkvstj. SGS undirrita nýjan kjarasamning.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei