Frétt á heimasíðu Stéttarfélags Vesturlands frá því í gær um nýtt orlofshús félagsins á Spáni var full ýkt, eða uppspuni frá rótum öllu heldur. Um aprílgabb var að ræða. Starfsfólk StéttVest fengu nokkur símtöl og skilaboð um hinn nýja orlofskost en engin kom þó á skrifstofu félagsins í gær til að spyrja. Má því segja að félagsmenn hafi séð við gríni starfsmanna og engin hlaupið apríl en nokkrir tekið þátt í gleðinni með okkur. Starfsfólk lofar að svona falsfréttir munu aðeins birtast einu sinni á ári á síðu félagsins.