Orlofshús og íbúðir – opnað fyrir mars, apríl og maí

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn

Stéttarfélag Vesturlands er á leið inn í nýtt félagakerfi sem verður kynnt von bráðar. Þar inni mun vera hægt að sækja um styrki bæði orlofs og menntastyrki, skoða stöðuna sína og skrá rétt starfsheiti, sækja um orlofshús og margt fleira. Því miður er þetta ekki alveg orðið klárt svo við höfum opnað í gamla orlofskerfinu okkar fyrir mars, apríl og maí og er hægt að bóka þar núna 🙂

Slóðin er hér: https://orlof.is/stettvest/

Í næstu viku verður opnað fyrir umsóknir í sumarúthlutun og verður það auglýst sérstaklega en stefnt er að því að úthluta fyrir páska.

Íbúðin í Reykjavík er enþá í leigu til grindvískrar fjölskyldu en Ölfusborgir eru komnar aftur til okkar og er hægt að leigja þær

Kiðárskógur 10 ætti að koma inn von bráðar en þar er allt á lokametrunum LOKSINS!

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei