Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands haldinn í Alþýðuhúsinu 3.júní sl. sendir frá sér eftirfarandi ályktun:
Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands haldinn 3. júní 2024 í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi skorar á stjórn félagsins að beita sér fyrir því á vettvangi þeirra landssambanda sem félagið á aðild að, að hafnar verði raunverulegar viðræður á almennum og opinberum markaði með það að leiðarljósi að tryggja sem bestan árangur við að bæta starfsgetu og auka lífsgæði þeirra, sem lenda í áföllum á lífsleiðinni.
Markmiðið á að vera að allt launafólk hafi jafnan rétt til að sækja starfsendurhæfingu, hafi trygga framfærslu og þurfi ekki að flækjast milli sjóða og kerfa að leita að framfærslu og geti þannig einbeitt sér að því verkefni að bæta líf sitt og heilsu.
Takmarkið á að vera að kjör fólks verði betri, enduhæfing verði markvissari og enginn flækist ráðvilltur í kerfinu. Öryggisnet fyrir öll !