Kosning starfsfólks Brákarhlíðar vegna nýs kjarasamnings SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var 3. júlí síðastliðinn lauk kl 9:00 í morgun. Rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna stóð yfir dagana 5.-15. júlí. Á kjörskrá voru 72 manns og var kjörsókn 33,33 %. Já sögðu 83,33 %, nei sögðu 4,17 % og 12,5 % tóku ekki afstöðu