Stefnan tekin til næstu tveggja ára á 10. þingi SGS

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands sem lauk á dögunum var stefnan mótuð til næstu tveggja ára. Þar voru samþykktar sjö ályktanir um byggðamál, starfsemi PCC á Bakka, húsnæðismál, kjaramál, leikskólamál, lífeyrismál og starfsemi erlenda vörsluaðila lífeyrissparnaðar hér á landi. Skoraði þingið á á stjórnvöld að standa vörð um landsbyggðina í byggðamálum enda skapar landsbyggðin stóran hluta gjaldeyristekna þjóðarinnar með framleiðslu, útflutningi og nýtingu auðlinda. Þá lýsti þingið yfir miklum áhyggjum af húsnæðismálum, þá sérstaklega af stöðu leigjenda og fólks sem er að reyna eignast eigið heimili. Leggja þyrfti ríkari áherslur á félagslegar lausnir í húsnæðismálum en nú er gert. Nánar má lesa um ályktanir sem þingið sendi frá sér á vef SGS.

Þá fóru kjör í framkvæmdarstjórn SGS til næstu tveggja ára fram. Var Vilhjálmur Birgisson og Guðbjörg Kristmundsdóttir ein í kjöri formanns og varaformanns og voru því sjálfkjörin. Silja Eyrún Steingrímsdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands var í framboði í kjörnefnd og fékk kosningu, svo Stéttarfélag Vesturlands á sinn fulltrúa í framkvæmdarstjórn SGS sem er öflugt fyrir félagið.

Aðrir sex sem voru kjörnir í sjö manna framkvæmdarstjórn eru:

Aðalsteinn Árni Baldursson, Framsýn stéttarfélag

Tryggvi Jóhannsson, Eining-Iðja

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, AFL starfsgreinafélag

Guðrún Elín Pálsdóttir, Verkalýðsfélagi Suðurlands

Eyþór Þ Árnason, Hlíf

Þórarinn Sverrisson, Aldan

Sem varamenn í framkvæmdastjórn hlutu eftirtaldir kosningu:

Birkir Snær Guðjónsson, AFL starfsgreinafélag

Hörður Guðbrandsson, Verkalýðsfélagi Grindavíkur

Hrund Karlsdóttir, Verkalýðs og sjómannafélag Bolungarvíkur

Sigurey A. Ólafsdóttir, Stéttarfélagið Samstaða

Alma Pálmadóttir, Hlíf

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei