Stéttarfélag Vesturlands mun ekki verða skjól fyrir verkfallsbrjóta

admin Fréttir

Af verkföllum og stéttarfélagsaðild

Nú þegar Efling, VR, VLFA og VLFG eru að boða verkföll viljum við hvetja félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands til að gæta þess að þeir gangi ekki í störf verkafólks sem er í verkfalli hverju sinni. Félagið mun einnig gæta þess eins og frekast er kostur að verkafólk/launagreiðendur komist ekki upp með að færa félagsaðild milli stéttarfélaga þegar til aðgerða hefur verið boðað.

Úrsagnir úr stéttarfélögum eru óheimilar meðan á átökum stendur.

Þau félög og fyrirtæki sem hvetja til flutnings af þessu tagi, eru brotleg við  lög og stuðla að því að brjóta niður skipulag á vinnumarkaði.

Þessa dagana er tölvert hringt á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands til að spyrja hvort félagið sé á leið í verkfall. Það er því rétt að koma því á framfæri að umboð félagsins til að endurnýja samninga við Samtök atvinnulífsins hefur verið falið þeim landsamböndum sem félagið á aðild að. Verkafólk í Stétt Vest á almennum markaði og einnig hjá ríki og sveitarfélögum hefur falið Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) að fara með sitt umboð. Verslunar- og skrifstofufólk hefur sitt umboð hjá Landssambandi íslenskra verslunarmanna (LÍV). Samiðn samband iðnfélaga fer með umboð Iðnsveinadeildar félagsins. Ekkert þessara landssambanda hefur boðað til verkfalla þó svo að búið sé að vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara.

Kjaradeilurnar og verköllin sem boðuð voru vorið 2015, gerðu flestum stéttarfélögum ljóst að skipulag veralýðshreyfingarinnar hefur verið að riðlast á undanförnum áratugum. Stór hluti verafólks hefur tapað stéttarvitund sinni og skilur ekki  nauðsyn þess að eiga aðild að því séttarfélagi sem fer með umboð til samningsgerðar á tilteknu félagssvæði. Allt of margir velja að greiða til stéttarfélaga utan þess svæðis sem þeir starfa á, oft ráða þar ómálefnalegar ástæður, s.s. þegar sjómaður vill greiða til Stéttarfélags Vesturlands af því að hann býr í Borgarnesi, þá verður félagið að hafna því að taka við iðgjöldunum, einfaldlega vegna þess að það á ekki og hefur aldrei átt aðild að Sjómannasambandi Íslands og hefur því ekki gert kjarasamninga fyrir sjómenn.

Margur lítur á ákvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi, sem ótvíræða sönnun þess að allir megi velja sér stéttarfélag að vild. Þetta er mikill misskilningur. Það er einungis þegar tvö eða fleiri félög starfa á sama samningssvæði og hafa kjarasamninga um sömu störfin að hægt er að velja milli félaga. Sameining sveitarfélaga, eins og t.d. hreppanna í Hvalfjarðarsveit hefur gert það að verkum að félagssvæði Stéttarfélags Vesturlands og Verkalýðsfélags Akraness skarast og á því svæði getur verkafólk valið milli félaga. Starfsmenn Stéttarfélags Vesturlands hafa lagt mikla vinnu í það á undanförum árum að reyna að koma í veg fyrir að til okkar berist iðgjöld af einstaklingum sem ekki eru á okkar félagssvæði og það getur oft þurft langar útskýringar til að sætta fólk á að greiða í “rétt” félag.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei