Laugardaginn 3. desember var í húsakynnum ríkissáttasemjara undirritaður kjarasamningur fyrir almennt verkafólk og starfsfólk í veitinga og gistihúsum.
Starfsgreinasamband Íslands (SGS) fór ekki með umboð fyrir Stétt Vest, en þegar kom að því að SGS hafði náð ásættanlegum samningi fyrir 17 aðildarfélög sín, þá var það mat formanns Stétt Vest að það eina skynsamlega í stöðunni væri að vera þátttakandi í þeirri samningsgerð. Samtök atvinnulífsins gerðu félaginu í raun sama tilboð og SGS og gengið var að því. Stéttarfélag Vesturlands varð því hluti af samkomulagi SGS og SA.
Haldinn verðu opinn fundur Trúnaðarráðs/samninganefndar 7.desember kl 20:00 í Alþýðuhúsinu og boðið verður upp á kynningu á vinnustöðum í framhaldinu. Eins verður hægt að nálagst allar upplýsingar á heimasíðu félagsins og einnig verður fyrirspurnum svarað í síma 4300430