Stéttarfélag Vesturlands styður verkefni í heimabyggð

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Á aðalfundi Stéttarfélags Vesturlands sem haldinn var í Alþýðuhúsinu 30.apríl sl. samþykkti að félagið myndi styrkja góð málefni í heimabyggð.

Ákveðið var að styrkja nokkrar stofnanir á félagssvæðinu með fjárframlögum til tækjakaupa til að létta starfsmönnum störf og bæta bæði líðan íbúa og starfsmanna. þetta voru Dvalar og hjúkrunarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi, Hjúkrunarheimilið Fellsendi og Dvalarheimlið Silfurtún í Dalabyggð.

Þá var einnig ákveðið að styrkja tónlistarkennslu á félagssvæðinu með fjárframlögum til hljóðfærakaupa og voru það Tónlistarskóli Borgarfjarðar og tónlistardeildir við Auðarskóla, Heiðarskóla og Laugagerðisskóla.

Þann 18.september komu fulltrúar þessara stofnana og veittu styrkjunum viðtökur og fengu einnig smá kaffisopa.

Það er von félagsins að þessi styrkur komi til með að nýtast starfsmönnum, heimilismönnum og nemendum.

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei